Fimmtudagur, 31. mars 2022
Staðsetning góð ?
"Staðsetningin er góð, á milli tveggja skóla" ? Þetta ferlíki er inn á skólalóð Kópavogsskóla og svo er austurhliðin algjörlega sólarlaus , þar sem að Vetingahúsaskóli MK skyggir á þá hlið. Svo er gert ráð fyrir bílastæðalausri þjónustu , um 200 fermetrum , en það kemur reyndar ekki fram í þessari frétt.
Best að leyfa nærliggjandi íbúm bæjarins að svara þessu, sem Gísli og Kópavogsbær ákváðu að vaða yfir með skítugum skónum sínum , ojj.
Augljóst þykir íbúum, sem sendu inn athugasemdir frá upphafi, að þarna verður allt of þétt byggt (2250% aukning íbúa) , allt of hátt byggt sem mun skerða útsýni og auka við skuggahliðar nærliggjandi íbúa, og byggingarstíll er ekki í samræmi við nærliggjandi umhverfi. Þá er umferðaröryggi barna í hættu hvor áttin sem innkeyrslan að bílakjallara snýr , þar sem bílaumferð mun alltaf enda á Digranesvegi, framhjá MK og Kópavogsskóla, þar sem börn eru að ganga í og úr skóla. Ekki virðist heldur vera fjallað um, eða gerð grein fyrir, þeirri umferð sem mun stafa af 200fm2 atvinnuhúsnæðinu sem gert er ráð fyrir á jarðhæð.
Þá verður hljóðmengun sem tengist aukinni bílaumferð meiri og spurning með frárennslislagnir á svæðinu. Telja íbúar að það megi , á umræddum reit, byggja 40 íbúðir í raðhúsastíl eða hæðir (500% aukning á íbúðum) eða að bærinn kaupi viðkomandi lóð af verktakanum til þess að geta stækkað skólanna , þar sem að fyrirhuguð stækkun á Hamraborg mun framkalla stækkunarþörf á grunn- og framhaldsskóla.
180 íbúðir á lóð átta húsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar